Sigurvegarar Filminute 2012

Kvikmyndir.is hefur fjallað töluvert um kvikmyndahátíðina Filminute sem fór fram í september. Hátíðin fer fram á vefnum ár hvert og einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það. Nú eru vinningshafar hátíðarinnar í ár komnir í ljós!

Besta myndin að mati dómnefndar: Chop Chop eftir Ant Blades

Áhorfendaverðlaun: Candy Crime eftir Ben Jacobson

Besta myndin samkvæmt einkunnagjöf: Lady I eftir Tamta Gabrichidze

Þess má til gamans geta að 2 af 5 myndum sem Kvikmyndir.is mælti með fyrir hátíðina nældi sér í verðlaun! Það er því óhætt að segja að pennar Kvikmyndir.is séu smekkfólk með meiru þegar kemur að kvikmyndum. Á næstu vikum munum við birta viðtal við sigurvegara hátíðarinnar, animation snillinginn Ant Blades.

Stikk: