Sigurmyndir Filminute 2011

Fyrir stuttu tilkynntum við að Kvikmyndir.is myndi fjalla um kvikmyndahátíðina Filminute sem fer fram í september. Hátíðin fer fram á vefnum ár hvert og einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það.

Myndirnar eru mismunandi eins og þær eru margar og fjalla í raun um allt milli himins og jarðar – stríð, fjölskyldu, ást, vináttu, glæpi, hamborgara og/eða óperu (!) Í fyrra var spænska myndin Loop eftir Aritz Moreno valin besta mynd hátíðarinnar. Hægt er að horfa á myndina hér fyrir neðan en hún er afar..já..sérstök, steikt og öðruvísi (samt góð!)!

Áhorfendaverðlaunin féllu í skaut hollensku myndarinnar Oblivion eftir Shariff Nasr. Hana er hægt að sjá hér fyrir neðan, en það er óhætt að segja að hún sé ögn aðgengilegri fyrir áhorfendur.

Enn fleiri myndir fengu viðurkenningu fyrir þátttöku sína en þær myndir er hægt að sjá hér. Eftir helgi munum við hjá Kvikmyndir.is velja 5 myndir sem okkur þykir skara fram úr á hátíðinni í ár. Úrslit koma síðan í ljós í september. Fylgist því með!

Stikk: