Game of Thrones-stjarnan Sean Bean hefur verið staðfestur í hlutverk Júlíus Sesar í nýrri breskri kvikmynd eftir leikriti William Shakespeare.
Les Misérables-leikkonan Samantha Barks fer einnig með bitastætt hlutverk í myndinni og Pirates of the Caribbean-leikarinn Mackenzie Crook hefur verið ráðinn í hlutverk öldungarþingmannsins Cassius.
„Bean verður frábær. Ég held að hann sé fullkominn í hlutverkið, hann er allavega með útlitið í það.“ var haft eftir Barks.
Sagan segir að nokkrir fyrrum félagar Sesars óttuðust að hann ætlaði sér að afnema lýðveldið og skipa sjálfan sig konung. Þeir lögðu því á ráðin með að ryðja honum úr vegi áður en að það yrði um seinan. Í mars 44 f.Kr., þegar Caesar var á leið inn í öldungaráðið, var honum veitt fyrirsát og hann stunginn til bana.
Kvikmyndin ber einfaldlega heitið „Ceasar“ og eru tökur áætlaðar í sumar.