Steven Seagal er í sviðsljósinu þessa dagana vegna leiks síns í Machete, mynd Robert Rodriguez, sem frumsýnd var um síðustu helgi. Nú hafa þær fregnir einnig borist að raunveruleikaþáttur kappans, Steven Seagal Lawman, sem gerast í New Orleans, fari aftur af stað í sjónvarpinu 6. okóber nk. Eitthvað fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar að kaupa!
Tökum á þáttunum var hætt í apríl sl. eftir Seagal var kærður fyrir kynferðislega áreitni og var það sjálfur yfirmaður Seagal í þáttunum, lögreglustjórinn Jefferson Parish, sem skipaði fyrir um að tökum yrði hætt þar sem kæran mundi taka alla athygli frá þáttunum.
En í júlí sl. bar svo við að sá sem ákærði leikarann dró kæruna til baka.
Nú er því ekkert lengur til fyrirstöðu fyrir Seagal og hans fólk að fara aftur í sjónvarpið, og verða átta þættir sem þegar hafa verið teknir upp sýndir nú í vetur frá og með 6. október.
Ekkert hefur verið gefið út um hvort að pantaðir verði fleiri þættir eða hvort að lögreglustjórinn hafi aflétt framleiðslubanninu á þættina.
Hér er smá sýnishorn af því hvað Seagal gerir í þáttunum. Þarna er hann að kenna lögreglumönnum ýmis Aikido fantabrögð sem hægt er að nota gegn glæpamönnum.