Gamanleikkonan Amy Schumer, 34 ára, hefur vakið þónokkurt umtal vegna forsíðuviðtals í karlatímaritinu GQ, en myndirnar sem fylgdu viðtalinu voru kynlífstengdar Star Wars myndir.
Viðtalið, og myndirnar, hafa þótt umdeildar, og nú hafa eigendur Star Wars einnig lýst vanþóknun sinni á viðalinu.
Sem dæmi þá sést Amy í rúminu með vélmennunum C-3PO og R2D2, og annarsstaðar tottandi fingur C3PO í gervi Leiu prinsessu.
Þá má nefna mynd þar sem Amy setur geislasverð upp í munninn á sér.
„Lucasfilm & Disney gáfu ekki leyfi og tóku ekki þátt í þessari óviðeigandi notkun á persónunum á þennan hátt,“ sagði á Twitter reikningi Star Wars .
@TreeshiaCee Lucasfilm and Disney did not authorize, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.
— Star Wars (@starwars) July 16, 2015
Aðdáendur Star Wars lýstu vanþóknun sinni á greininni ítrekað og Star Wars svaraði ávallt með sama staðlaða svarinu hér að ofan.
Gamli Star Wars leikarinn Mark Hamill, sem lék Loga geimgengil í fyrstu myndunum, var hinsvegar léttari á því, og sagði á Twitter: „Varð spenntur þegar ég sá @amyschumer@GBMagazine myndirnar og hélt að búið væri að ráða hana í EP 8! ( 8. myndina ) Það skyldi þó aldrei vera.“
Amy Schumer er áberandi nú um stundir þar sem hún leikur í gamanmyndinni Trainwreck, sem hún skrifaði sömuleðis handritið að, en myndin var sú þriðja vinsælasta í Bandaríkjunum um síðustu helgi, og þénaði 30 milljónir Bandaríkjadala, sem þykir mjög gott.
Trainwreck kemur í bíó á Íslandi 5. ágúst nk.