Fyrsta stiklan úr Pixels var opinberuð í gær. Með aðalhlutverk í myndinni fara m.a. Adam Sandler, Peter Dinklage, Sean Bean og Ashley Benson. Myndin er byggð á stuttmynd Patrick Jean með sama nafni, en leikstjóri er Chris Columbus.
Í Pixels ræður herinn til sín tölvuleikjasérfræðinga til að berjast gegn tölvuleikjapersónum frá níunda áratug síðustu aldar. Bandaríkjaforseti grípur á það ráð að hringja í æskuvin sinn, spilameistara frá níunda áratug síðustu aldar, Jules Brenner, sem nú vinnur við að setja upp heimabíó hjá fólki, til að kalla saman teymi spilakassaspilara til að berjast gegn geimverunum og bjarga Jörðinni.
Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni sem verður frumsýnd vestanhafs þann 24. júlí næstkomandi.