James Bond framleiðendurnir Michael G. Wilson og Barbara Broccoli,hjá EON Productions; Gary Barber, forstjóri og stjórnarformaður, Metro-Goldwyn-Mayer; Michael Lynton, forstjóri, Sony Entertainment, Inc, og Amy Pascal, yfirmaður hjá Sony Pictures Entertainment tilkynntu fyrr í dag að Sam Mendes, leikstjóri Skyfall, síðustu James Bond kvikmyndar, myndi snúa aftur og leikstýra næstu James Bond mynd, þeirri 24. í röðinni.
Daniel Craig mun leika Bond og John Logan skrifar handrit myndarinnar.
Stefnt er að frumsýningu í Bretlandi þann 23. október 2015 og í Bandaríkjunum 6. nóvember sama ár.
Skyfall þénaði 1,1 milljarð Bandaríkjadala og er mest sótta kvikmynd allra tíma í Bretlandi, og engin Bond mynd hefur hlotið betri dóma gagnrýnenda.
Wilson og Broccoli segja í fréttatilkynningu: „Eftir ótrúlega velgengni Skyfall, þá erum við mjög spennt að vinna aftur með Daniel Craig, Sam Mendes og John Logan.“
„Ég er mjög ánægður að með því að gefa mér þann tíma sem ég þurfti til að ljúka skyldum mínum við leikhúsið, sem ég hafði lofað mér í, þá hafa framleiðendurnir gert mér kleift að snúa aftur og leikstýra James Bond á nýjan leik,“ segir Mendes í tilkynningunni.