Sálartjón eftir Home Alone

Ein vinsælasta jólamynd seinni tíma er Home Alone, en þar þurfti Kevin litli, sem var skilinn einn eftir heima um jólin, að ganga í gegnum ýmsar raunir og slást við tvo ræningja. Það má því leiða getum að því að drengurinn hafi beðið nokkuð sálartjón af þessu, en það er einmitt efnið í fyrsta þætti af DRYVRS, sem er ný YouTube-vefþáttaröð. Í þættinum leikur Macaulay Culkin eldri útgáfu af Kevin úr Home Alone.

culkin

DRYVRS, sem á að vera svipuð þónusta og leigubílaþjónusturnar Über og Lyft, segir frá höfundi þáttana, Jack Dishel, og samskiptum hans við ýmsa bílstjóra, sem hann hittir í gegnum app sem býður fólki upp á að vera samferða í bílum.

Í þættinum, sem heitir Just Me in the House by Myself, nær persóna Culkin í Dishel, og er strax í vondu skapi. Dishel býðst til að aka bílnum, og Culkin byrjar að rekja raunir sínar, og segja frá þeim örum sem það skyldi eftir sig á sálinni að vera skilinn eftir heima á jólahátíðinni þegar hann var aðeins 8 ára gamall.

Reynsla hans úr Home Alone, þar sem hann lagði ýmsar gildrur fyrir bófana, reynist síðan vel þegar þeir komast í hann krappann í þættinum.

Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan: