Spennumyndin The Last Exorcism, sem framleidd er af hrollvekjuleikstjóranum Eli Roth, ýtti Sylvester Stallone myndinni The Expendables af toppi bandaríska bíóaðsóknarlistans um helgina. Myndin þénaði 21,3 milljónir Bandaríkjadala á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Það var þó mjótt á munum því önnur glæný mynd sem frumsýnd var um helgina, Takers, náði að þéna 21 milljón dala, og munaði því einungis 300 þúsundum dala á myndunum tveimur.
The Expendables lenti svo í þriðja sæti með 9,5 milljónir í aðgangseyri.
Toppmyndirnar tvær gengu betur en framleiðendur þeirra höfðu vonast eftir, og ættu að sigla í hagnað mjög fljótlega, enda er um frekar ódýrar myndir að ræða.
Konur voru í meirihluta þeirra sem sáu myndirnar tvær, eða um 52% bíógesta.
Last Exorcism er gerð af sjálfstæðum kvikmyndaframleiðanda fyrir tvær milljónir Bandaríkjadala. Myndin fékk þó fremur slæma útreið frá gestum í séstakri könnun sem framkvæmd var þegar gestir voru að koma af myndinni, eða „D“. David Spitz hjá Lionsgate sem dreifir myndinni í Bandaríkjunum segir að það sé ákveðið áfalll, enda hafi myndin fengið góða dóma gagnrýennda og fengið mikið umtal og áhuga í gegnum kynningu á netinu.
Takers, sem lenti í öðru sæti um helgina, er með þeim Matt Dillon, Paul Walker og Idris Elba í aðalhlutverkum, og kostaði 32 milljónir dala í framleiðslu. Hún er framleidd af Screen Gems, sem er dótturfyrirtæki Sony sem sérhæfir sig í ódýrari myndum.
Ný ( gömul ) á aðsóknarlistanum var endurútgáfa af Avatar þrívíddarsprengjunni, stærstu mynd kvikmyndasögunnar, en hún var í 12. sæti með 4 milljónir í aðgangseyri, en hún var sýnd núna í 862 þrívíddarsölum, eingöngu. Myndin er 8 mínútum lengri en upprunalega útgáfan.
Hér að neðan er trailerinn úr The Last Exorcism.