Rourke rífur úr sér tennur fyrir nýja mynd

Nýlega var staðfest að naglinn Mickey Rourke myndi fara með hlutverk rugby kappans Gareth Thomas frá Wales. Myndin verður sannsöguleg en Thomas lenti í fréttum um víðan heim þegar hann kom út úr skápnum. Samkvæmt tímaritinu Sports Illustrated er Gareth Thomas eini atvinnumaðurinn í liðsíþrótt sem opinberað samkynhneigð sína, en óvíst er hversu víða leitað var við þá staðhæfingu.

Rourke er ekki þekktur fyrir að taka að sér hlutverk með hálfum hug og ætlar heldur betur að koma sér í gírinn fyrir myndina. Samkvæmt umboðsmanni hans hefur hann farið fram á að myndin verði aðeins tekin upp í Wales, sem og hann mun æfa rugby stíft fyrir hlutverkið. En ekki er nóg með það heldur ætlar Rourke að láta fjarlæga framtennurnar sínar, en Gareth Thomas missti sínar einmitt í rugby-leik.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mickey Rourke kemst í fréttir fyrir undirbúning sinn, en margir muna eflaust eftir því þegar hann eyddi tíma í rússnesku fangelsi til að búa sig undir hlutverk sitt í Iron Man 2.

– Bjarki Dagur

Stikk: