Fyrsta stikla í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Webcam er komin út, en í myndinni fylgjumst við með ungri stúlku, Rósalind, sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð „camgirl“ og fjallað er um hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu.
„Ætlarðu þá bara að vera að runka þér í myndavélina allan daginn,“ segir vinkona hennar við Rósalind, sem segir að þetta snúist um fleira en það eitt.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Í samtali við Fréttablaðið segir leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Sigurður Anton Friðþjófsson að myndin sé fyrst og fremst um manneskjur.
„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir Sigurður hlæjandi í viðtalinu, en myndin, sem er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd, er flokkuð sem gamanmynd.
Myndin verður frumsýnd 8. júlí nk.