Reeves sjaldan verið betri

FIN04_JohnWick_1Sht_TrimSpennumyndin John Wick, með Keanu Reeves verður frumsýnd föstudaginn 31. október. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Sam-Álfabakka, Sam-Egilshöll og Borgarbíó Akureyri.

Leigumorðinginn John Wick ætlar að ná fram hefndum gegn ótíndum glæpamönnum þegar þeir svipta hann því sem honum er dýrmætast. Þá komast glæpamennirnir að því að þeir stönguðust á við kolrangan mann.

Keanu Reeves fer með aðalhlutverk myndarinnar og hefur ekki þótt betri síðan hann lék í fyrstu Matrix-myndinni.

Hinn þaulreyndi áhættuleikstjóri Chad Stahelski stýrir hasarveislunni og Elísabet Ronaldsdóttir (Djúpið, Contraband) klippir myndina. Mynd sem hasarunnendur mega ekki missa af.