Rauð og blóðug fyrsta stikla úr Triple 9

Lögregluþjónn, sem sinnir starfi sínu af mikilli hugsjón, leikinn af Casey Affleck, reynir hvað hann getur að starfa í umhverfi gegnsýrðu af grimmum glæpamönnum og spilltum löggum í fyrstu rauðmerktu ( red band ) stiklu úr glæpa-dramanu Triple 9, sem kemur í bíó hér á landi í febrúar nk.

red

Í stiklunni er þónokkuð um blótsyrði og ljótar og blóðugar senur og því rétt að vara við áhorfi á hana.

Myndin fjallar um hóp glæpamanna og spilltra lögregluþjóna sem ætlar að myrða lögregluþjón til að fremja sitt stærsta bankarán til þessa.

Heiti myndarinnar, Triple 9, vísar til lögregluskipunar sem notuð er þegar lögregluþjónn þarf tafarlausa aðstoð.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan, og nýtt plakat þar fyrir neðan:

Aðrir helstu leikarar eru Óskarsleikkonan Kate Winslet, Woody Harrelson, Chiwetel Ejiofor, Aaron Paul, Teresa Palmer, Norman Reedus, Clifton Collins Jr. og Anthony Mackie.

Leikstjóri er Lawless og The Road leikstjórinn John Hillcoat.

PHbFxhscZXWafd_1_l