Bandaríska kapalsjónvarpsstöðin AMC kynnti nýja sjónvarpsþáttaseríu sína Preacher á WonderCon ráðstefnunni í Los Angeles sem nú stendur yfir.
Stöðin birti þar í fyrsta skipti mynd af leikaraum Ian Colletti í hlutverki sínu sem hinn mjög svo sérstaki Eugene; í teiknimyndasögunum þekktur sem Arseface, eða Rassfés.
Preacher, sem verður frumsýnd 22. maí nk. í Bandaríkjunum, er byggð á vinsælum samnefndum költ teiknimyndasögum, eftir Garth Ennis og Steve Dillon. Sögunni er lýst sem yfirnáttúrulegri, skrýtinni og drungalegri, en hún fjallar um predikara frá vestur Texas að nafni Jesse Custer. Dularfullt fyrirbæri tekur sér bólfestu í honum og hann fær mjög óvenjulega krafta. Jesse, kærasta hans Tulip og írskur flækingur að nafni Cassidy, hittast og flækjast inn í heim þar sem persónur frá himni, helvíti og allt þar á milli, koma saman.
Myndin af Arseface er hér fyrir ofan, en hér fyrir neðan eru myndir af öðrum persónum þáttanna: