Þýsk-austuríski leikarinn Christoph Walts, sem sló í gegn í Tarantino myndinni Inglorious Basterds, og leikur einnig í væntanlegri mynd Tarantino, Django Unchained, á nú í viðræðum um að leika í næstu Prúðuleikaramynd, samkvæmt kvikmyndaritinu Empire.
Ef hann slær til, þá mun hann leika eitt af lykil „mannlegu“ hlutverkunum í myndinni, Interpol rannsóknarlögreglumann sem þarf að skipta sér af Prúðuleikurunum á ferð þeirra um Evrópu, þar sem myndin mun gerast.
Eins og alltaf í Prúðuleikurunum, þá munu ýmsir þekktir leikarar koma við sögu í myndinni, en hugsanlegt hlutverk Walt´s er eitt aðalhlutverkið, ásamt rússnesku kvenillmenni, og einu öðru aðal karlhlutverki.
James Bobin, leikstjóri fyrri myndarinnar, hyggst snúa aftur í leikstjórastólinn og skrifa handritið ásamt Nick Stoller, sem skrifaði handrit fyrstu myndarinnar ásamt aðalleikara fyrri myndarinnar, Jason Segel.