Random Task ákærður fyrir morð

Leikarinn sem lék skó-kastandi illmennið Random Task í Austin Powers, Joe Son, hefur verið ákærður fyrir að hafa drepið samfanga sinn og klefafélaga, og saksóknarar gætu farið fram á dauðarefsingu yfir honum, samkvæmt frétt TMZ veðmiðilsins.

0911-joe-son-prison-photo-3

Son afplánar núna lífstíðarfangelsisdóm í Wasco fangelsinu í Kaliforníu, fyrir að hafa pyntað konu, og er nú sakaður um að hafa myrt 50 ára gamlan klefafélaga sinn árið 2011, Thomas Graham. 

0911-joe-son-mug-victim-thomas-graham-1

Graham var að afplána tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa ekki mætt til skráningar. Graham hafði áður verið sakfelldur fyrir barnaníð og þurfti að mæta reglulega til skráningar vegna brota sinna.

101111-random-task-movie

 

Heimildamenn TMZ hjá lögreglunni segja að Son, sem er fyrrum bardagamaður í blönduðum bardagalistum, MMA, hafi drepið Graham með blöndu af spörkum og höggum.

Heimildirnar herma einnig að horft verði sérstaklega til hrottaskaparins í drápinu, þegar saksóknarar ákveða hvort farið verður fram á dauðarefsingu eða ekki.

 

Stikk: