Purge 2 ákveðin – Purge 1 sló í gegn

Spennutryllirinn The Purge var óvænt vinsælasta myndin í bandarískum bíóhúsum um síðustu helgi með 36,3 milljónir Bandaríkjadala í tekjur. Myndin kostaði einungis 3 milljónir dala, og því eru framleiðendur í skýjunum yfir gengi myndarinnar. Þeir eru meira að segja svo ánægðir að þeir eru strax búnir að tilkynna um að gerð verði mynd númer 2

the purge

Óvíst er á þessu stigi hvort að leikstjórinn og handritshöfundurinn, James deMonaco, mæti aftur til leiks.

Það að búið sé að tilkynna strax um framhald kemur ekki mikið á óvart, þegar horft er til þess að framleiðandi myndarinnar er Jason Blum, framleiðandi Paranormal Activity hryllingsseríunnar, en hann er nú þegar búinn að gera fjórar slíkar myndir og sú fimmta er á leiðinni.

 

Stikk: