Percy Jackson í Skrímslahafi – Nýtt plakat og myndir

Nýtt plakat er komið fyrir ævintýramyndina Percy Jackson: Sea of Monsters, eða Percy Jackson og skrímslahafið. Þá hafa verið birtar nokkrar ljósmyndir úr myndinni.

Leikstjóri myndarinnar er Thor Freudenthal, en myndin fjallar um Percy Jackson sem Logan Lerman leikur, og sjá má hér að ofan. Hann og vinir hans fara í hættuför til Skrímslahafsins til að finna hið goðsögulega gullna reifi og til að hindra framgang illra afla.

Með öðrum orðum þá er myndin framhald á sögunni um hinn unga hálfguð, Jackson, og sögulegra ferða hans til að uppfylla örlög sín, en í þetta skiptið þá þurfa Percy og vinir hans að berjast við hryllileg skrímsli, her uppvakninga og fleiri ógnir, eins og má sjá í stiklunni fyrir myndina hér að neðan:

Ásamt Lorman fara með helstu hlutverk þau Alexandra Daddario, Brandon T. Jackson, Stanley Tucci, Douglas Smith, Leven Rambin, Missi Pyle, Yvette Nicole Brown og Mary Birdsong.

Percy Jackson: Sea of Monsters verður frumsýnd 7. ágúst í Bandaríkjunum en þann 16. ágúst á Íslandi.