Pena í hótelhrolli

Bandaríski leikarinn Michael Pena hefur verið ráðinn í aðalhlutverk hrollvekjunnar The Bringing. Leikstjóri er Jeremy Lovering, en innblásturinn fyrir myndina kemur frá sönnum atburði þegar Elisa Lam fannst látin í vatnstanki á þaki Cecil hótelsins í Los Angeles, en einkennileg hegðun hennar hafði náðst áður á öryggismyndavélar.

Myndirnar af henni fóru á flug á netinu á sínum tíma.

michael pena

Handrit myndarinnar fjallar um mann ( Pena ) sem rannsakar dauða konu í hinu alræmda Cecil hóteli.

Pena vakti athygli á síðasta ári fyrir leik sinn í Ant-Man. Nýjasta mynd hans er Will Smith myndin Collateral Beauty, sem frumsýnd verður í desember nk.

Næst á dagskrá hjá honum er endurgerð sjónvarpsþátta frá áttunda áratug síðustu aldar, CHiPS, sem og bíómyndin War on Everyone, þar sem hann leikur á móti Alexander Skarsgard.  Þá mun Pena snúa aftur í Marvel – heiminn, í framhaldi Ant-Man, Ant-Man and the Wasp, en tökur hennar hefjast á næsta ári.