Pamela klárar maraþon á undir 6 klst.

Kvikmyndaleikkonan Pamela Anderson skellti sér í New York maraþonhlaupið í gær og lauk því á hinum bærilegasta tíma, eða 5:41:03, samkvæmt dagblaðinu the New York Post.

pamela

Anderson fór beint á Twitter eftir hlaupið til að þakka bróður sínum fyrir stuðninginn, en hlaupið var í góðgerðarskyni.

Síðar um daginn var hlaupið farið að segja til sín í skrokknum:

Með hlaupinu safnaði leikkonan 75 þúsund Bandaríkjadölum sem renna til the J/P Haitian Relief Organization.

„Þegar ég klára hlaupið, hvað sem fólk heldur um mig, þá er þetta eitthvað sem ég hef gert fyrir gott málefni, og vonandi verður það innblástur fyrir aðra að gera það sama,“ sagði hún við ESPN íþróttastöðina.