Kvikmyndin Magical Mystery Tour eftir Bítlana verður sýnd í Háskólabíói kl 20.00 á miðvikudag næstkomandi, 26. september. Þetta verður eina sýning myndarinnar í bíó að þessu sinni. Munu ný viðtöl og óséð aukaefni fylgja sýningunni.
Þetta er ekki algjörlega tilviljanakennd sýning á 45 ára gamalli sjónarpsmynd, heldur mun þetta vera gert í tilefni þess að myndin er að koma út á DVD og Bluray í haust. Hvaða tilefni sem er er fínt tilefni til þess að sjá meira af Bítlunum…
Saga myndarinnar er ansi skrautleg, en hún var eitt fyrsta verkefni Bítlanna eftir fráfall umboðsmanns þeirra, Brian Epstein. Hún var frumsýnd á BBC1 í svarthvítu, þrátt fyrir að vera tekin í lit. Hún fékk slæma dóma, enda ólík fyrri myndum þeirra félaga, gamanmyndunum Help og A Hard Days Night.
Einhver spenntur?