Ósýnilegir og hauslausir krakkar

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu ævintýramynd Tim Burton, Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children, kom út í dag, en miðað við stikluna þá eiga aðdáendur Burton og aðrir unnendur ævintýramynda von á góðu, því við sögu kemur fólk með alls kyns ofurkrafta og sérkenni, krakkar með munn aftan á hnakkanum, ósýnilegir krakkar, sterkir, hauslausir og fljúgandi og margt fleira.

peculiar

Söguþráðurinn er þessi: Þegar Jacob uppgötvar vísbendingar um ráðgátu sem spannar marga heima og tíma, þá finnur hann töfraveröld sem þekkt er sem Miss Peregrine´s Home for Peculiar Children. En ráðgátan og hættan eykst þegar hann kynnist íbúunum og kemst að því hvaða kröftum og sérkennum þau búa yfir …. og valdamiklum óvinum.  Að lokum kemst Jacob að því að hans náðargáfa gæti bjargað þessum nýju vinum hans.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin verður frumsýnd 30. september á Íslandi.