Óhugnanlegt plakat fyrir ‘Slender Man’

Hrollvekjan Slender Man í leikstjórn Sylvian White mun hrylla áhorfendur í maí á þessu ári. Í dag var opinberað fyrsta plakatið fyrir myndina og á morgun er búist við stiklu úr myndinni. Plakatið er óhugnanlegt en þar má sjá óskýra mynd af dularfulla fyrirbærinu í gegnum móðu á rúðu.

Myndin mun fjalla, eins og titilinn gefur að kynna, um myrkrarveruna „Slender Man“ sem er mjóslegin, myrk vera sem birtist fyrst á myndum, teikningum og greinum á internetinu árið 2009.

Fyr­ir­bærið hef­ur vakið mikla at­hygli eft­ir að tvær tólf ára stúlk­ur í Bandaríkjunum stungu bekkjarsystur sína 19 sinn­um til að þókn­ast per­són­unni árið 2014. Stúlk­urn­ar frömdu árás­ina til heiðurs teikni­mynda­per­són­unni sem þær höfðu lesið smá­sögu um skömmu áður en þær frömdu ódæðið.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Jaz Sinclair, Joey King, Julia Goldani Telles og Annalise Basso.

Plakatið má sjá hér að neðan. Fyrir áhugasama er hægt að lesa ítarlega grein um fyrirbærið HÉR.