Ofurhetjurnar sigra partýstand

Marvel ofurhetjumyndin Captain America: Civil War heldur toppsætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð með tekjur upp á 5,8 milljónir króna. Myndin var einnig langtekjuhæst í Bandaríkjunum nú um helgina, frumsýningarhelgi sína þar ytra, en myndin þénaði 182 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum. Í öðrum löndum hefur myndin einnig verið að fá mjög góða aðsókn.

captain america

Í öðru sæti íslenska aðsóknarlistans eru æringjarnir Seth Rogen og Zac Efron í Bad Neighbors 2 og í þriðja sæti er fyrrum toppmyndin The Jungle Book. 

Ein ný mynd er á listanum þessa vikuna; norska hamfaramyndin Flóðbylgjan, sem fór beint í sjötta sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box