Nokkur dulúð hefur umlukið hrollvekjuna Overlord, nýja mynd í framleiðslu Stjörnustríðs- og Star Trek mannsins J.J. Abrams.
Á tímabili var talið að þarna væri á ferð mynd úr Cloverfield myndaflokknum, og þá sú fjórða í röðinni, en Abrams hefur neitað þeim sögusögnum.
Í dag var nokkru af dulúðinni létt af myndinni þegar frumsýnd var fyrsta stikla, en í henni sést sögusvið myndarinnar, Seinni heimsstyrjöldin, og fátt eða ekkert sem gæti í fljótu bragði tengt myndina við Cloverfield.
Í staðinn fáum við ádrátt um að þarna fari hermenn inn í einhversskonar leynilega Nasista tilraunastöð þar sem verið er að rækta upp ofurhermenn eða skrímsli.
Yfir öllu hljómar lag AC/DC , Hells Bells.
Í helstu hlutverkum eru Jovan Adepo sem Boyce, ungur Bandaríkjamaður. Með honum eru Wyatt Russell, úr Black Mirror þærrinum Playtest, og Everybody Wants Some!! og Agents of SHIELD’s leikarinn Iain De Caestecker.
Julius Avery leikstýrir.
Miðað við sýnishornið ætti að vera mikið fjör á ferðinni, blóðslettur og læti.
Myndin kemur í bíó hér á Íslandi 9. nóvember nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: