Deadline segir frá því að RÚV sé búið að semja um gerð annarrar þáttaraðar glæpaþáttanna Ófærðar, eða Trapped eins og hún heitir á ensku.
Frumsýning verður haustið 2018.
Eins og segir í Deadline þá sló fyrsta þáttaröðin öll met á Íslandi, og er með mesta áhorf sjónvarpsþáttaraðar í sögunni, með 60% áhorf. The Weinstein Co keypti réttinn til sýninga í Bandaríkjunum fyrir ári síðan, en búið er að sýna seríuna bæði á Íslandi og í Bretlandi, á BBC 4 sjónvarpsrásinni, þar sem 1,2 milljónir áhorfenda sáu þættina, í Frakklandi á France 2 stöðinni, þar sem meira en 5,7 milljónir sáu fyrstu tvo þættina, auk þess sem þættirnir fengu góðar viðtökur í Noregi. Þættirnir verða sýndir í Þýskalandi nú í haust.
Baltasar Kormakur segir í fréttinni: „Sagan er langt í frá búin. Það er margt ennþá ósagt, bæði varðandi söguna, og einnig margt við aðal persónurnar, ég held að okkur langi öllum að kynnast þeim aðeins betur.“
Hér er stikla til að rifja upp síðustu þáttaröð: