Nýtt plakat fyrir The Hobbit

Nýtt plakat fyrir lokamynd Hobbita-þríleiks Peter Jackson, The Hobbit: The Battle of the Five Armies, var opinberað rétt í þessu.

Í myndinni eiga íbúar Laketown í stríði við drekann Smaug. Bilbo Baggins og dvergarnir lenda í stórkostlegum orrustum og þurfa að glíma við orka og ýmis myrkraöfl rísa upp.

The Hobbit átti upphaflega að vera tvær myndir. Tökur á þeim hófust í mars árið 2011. Fyrri myndin var tekin til sýninga í desember árið 2012, en önnur myndin var frumsýnd á síðasta ári.

Leikstjórinn Peter Jackson opinberaði nýjan titil á þriðju myndinni í apríl á þessu ári, en upphaflega átti hún að heita There and Back Again. Nýi titillinn, The Battle of the Five Armies, vísar í hinn mikla bardaga um Erebor úr skáldsögunni eftir J.R.R. Tolkien.

Myndin verður frumsýnd þann 17. desember næstkomandi. Hér að neðan má sjá nýja plakatið fyrir myndina.

d0bVuYo