Spennumyndin The Dark Tower verður frumsýnd á miðvikudaginn í í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að bókin The Dark Tower eftir Stephen King, sem myndin er gerð eftir, sé ein metnaðarfyllsta bók þessa heimsþekkta rithöfundar. „Sagan er afar víðfem og margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að fá hana á hvíta tjaldið,“ segir í tilkynningunni.
Myndin fjallar um Roland Deschain (Idris Elba) sem hefur það hlutverk að vernda turninn sem heldur heiminum saman. Hann stendur nú í eilífu stríði við Walter O‘Dim (Matthew McConaughey), einnig þekktur sem „hinn svartklæddi maður“, sem hefur aðeins eitt markmið: Að fella turninn. Örlög heimsins eru í höndum Rolands sem þarf að sigra í baráttunni milli góðs og ills og bjarga turninum úr klóm hins svartklædda manns.
Leikstjórn: Nikolaj Arcel
Leikarar: Idris Elba, Matthew McConaughey, Nicholas Hamilton, Katheryn Winnick
Áhugaverðir punktar til gamans:
- TheDark Tower-serían telur átta bækur og kom sú fyrsta, The Gunslinger, út árið 1982. Önnur, bókin, The Drawing of the Three, kom svo út árið 1987 og síðan bækurnar The Waste Lands árið 19 91, Wizard and Glass árið 1997, Wolves of the Calla árið 2003, Song of Susannah og The Dark Tower árið 2004 og síðan bókin The Wind Through the Keyhole árið 2012. Þess utan má finna margar tilvísanir í sögusvið seríunnar í öðrum bókum Stephens King auk teiknimyndablaða. Þeim sem hafa ekki lesið þessar sögur en langar að kynna sér þær betur er bent á að skoða heimasíðuna stephenking.com/darktower. Þess ber þó að geta að sagan í myndinni er sjálfstæð þótt hún sé byggð á bókaseríunni.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: