Teiknimyndin Stubbur stjóri verður frumsýnd á morgun, fimmtudag, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. „Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á!,“ segir í tilkynningu frá Senu.
Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Myndin fjallar um sjö ára dreng sem verður afbrýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn, og ætlar að vinna ástúð foreldra sinna með klókindum. Bræðurnir þurfa þó að taka höndum saman og stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna; hvolpana.
Með helstu hlutverk í íslensku útgáfunni fara Hjálmar Hjálmarsson, Lára Sveinsdóttir, Matthías Davíð Matthíasson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Arnmundur Ernst Backman, Guðmundur Ólafsson, Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágútsson, Margrét Friðriksdóttir og Tjaldur Wilhelm Norðfjörð.