Nýtt í bíó – Rökkur

Ný íslensk kvikmynd, Rökkur, verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 27. október, í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp í sveit þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér … þeir eru ekki einir.


Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson fara með aðalhlutverkin í RÖKKRI. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Erlingur Óttar Thoroddsen, en þetta er önnur kvikmynd hans í fullri lengd. Erlingur framleiðir myndina einnig ásamt Baldvin Kára Sveinbjörnssyni og Búa Baldvinssyni. Sena sér um dreifingu á myndinni á Íslandi.

Í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og Anna Eva Steindórsdóttir.  Myndin var tekin upp á Hellissandi og þar í kring.

Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa um þrjátíu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar til þessa.

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Rökkur hefur allt þetta ár ferðast á milli kvikmyndahátíða erlendis og hlotið góðar viðtökur almennra áhorfenda og gagnrýnenda. Myndin hlaut t.a.m. verðlaun fyrir listrænt afrek (Artistic Achieve-ment) á Outfest-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í júlí og fyrstu verðlaun fyrir kvikmyndatökuna á Óháðu kvikmyndahátíðinni í San Francisco, en um kvikmyndunina sá John Wakayama Carey.

-Kvikmyndagagnrýnandinn Stephen Farber sem skrifar fyrir The Hollywood Reporter gefur Rökkri ákaflega góð meðmæli í dómi sínum og segir m.a. um myndina: „The cinematography is striking, sound and music are superb and the two leading actors – who carry much of the movie by themselves – both give telling performances.“

-Erlingur Thoroddsen framleiddi myndina sjálfur ásamt Baldvini Kára Sveinbjörnssyni, Búa Baldvinssyni og fleirum, en um tónlist sá Einar Sverrir Tryggvason. Gunnar Helgi Guðjónsson sá um sviðsetn-ingar og búningahönnuður var Steinunn Erla Thoroddsen. Kíkið á nánari upplýsingar um Rökkur á vefsíðunni www.riftmovie.is

Leikstjórn: Erlingur Thoroddsen
Leikarar: Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Guðmundur Ólafsson

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: