Nýtt í bíó – Red Sparrow

Í dag og á morgun verður njósnamyndin Red Sparrow forsýnd í Smárabíói, Laugarásbíói og Sambíóunum Kringlunni. Frumsýning myndarinnar verður svo á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Kringlunni.

Dominika (Jennifer Lawrence) er elskuleg dóttir sem er staðráðin í því að vernda móður sína, sama hvað það kostar. Hún er aðaldansmær sem í fólsku sinni er komin á ystu nöf, bæði líkamlega og andlega auk þess sem hún er meistari í kænskubrögðum.

Þegar hún lendir í slysi sem endar feril hennar sem ballerína þarf hún ásamt móður sinni að takast á við óljósa framtíðina. Hún er göbbuð til að skrá sig í afar óhefðbundið nám, Sparrow School, leyniþjónustu sem þjálfar efnilegt ungt fólk eins og hana sjálfa og kennir þeim að nota líkama sína og hugarafl sem vopn.

Að siðlausu og sadísku þjálfuninni lokinni stendur hún uppi sem hættulegasti „Sparrow-inn“ sem skólinn hefur sent frá sér. Dominika þarf nú að horfast í augu við manneskjuna sem hún áður var með nýju krafta sína að vopni en á sama tíma er hennar eigin lífi og þeirra sem hún elskar stefnt í hættu. Bandarískur CIA útsendari reynir að sannfæra hana um að hann sé eina manneskjan sem hún getur treyst í allri þessari ringulreið.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Red Sparrow er í raun fyrsti hlutinn af þríleik og heita hinar tvær bækurnar Palace of Treason og The Kremlin’s Candidate. Það stendur auðvitað til að kvikmynda þær líka en sjálfsagt veltur það að stóru leyti á viðtökunum sem Red Sparrow á eftir að fá hjá kvikmyndaáhugafólki hvenær af því verður.

-Leikstjóri myndarinnar er Francis Lawrence en hann og Jennifer Lawrence ættu að vera orðin vel kunnug því þau unnu einnig saman við gerð Hunger Games-myndanna Catching Fire og Mockingjay 1 og 2.

Aðstandendur

Leikstjórn: Francis Lawrence

Leikarar: Jennifer Lawrence, Joel Edgerton og Matthias Schoenaerts

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: