Spennu- og njósnamyndin Kingsman: The Golden Circle verður frumsýnd á föstudaginn næsta, 22. september, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka, Sambíóunum Egilshöll og Borgarbíói, Akureyri.
Eggsy og Merlin þurfa að biðja um aðstoð frá samtökunum the Statesman og elta uppi siðblint illmenni sem ber ábyrgð á hræðilegri árás á the Kingsman.
Í tilkynningu frá Senu segir að myndin sé full af spennu og sé „einstaklega stílhrein“.
„Ekkert er of heilagt fyrir þær bráðfyndnu og ógleymanlegu persónur sem koma fram í þessum stórbrotna og svívirðilega söguheimi. Um er að ræða hreina og tæra skemmtun!“
Matthew Vaughn leikstýrir og Taron Egerton og Mark Strong eru mættir aftur til leiks ásamt leikurum sem ekki voru í fyrri myndinni, stjörnuleikurunum Julianne Moore, Channing Tatum, Jeff Bridges, Halle Berry og Pedro Pascal. Þá kemur söngvarinn breski Elton John einnig við sögu.
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Eins og þeir vita sem sáu fyrri myndina þá dó persóna Colins Firth, Harry Hart, í henni eftir hinn svakalega ósjálfráða bardaga í kirkjunni. Harry er samt með í þessari mynd en bæði Colin og aðstandendur
myndarinnar hafa varist allra frétta af upprisu hans og aðeins gefið það út að „fréttir af dauða Harrys hafi verið stórlega ýktar“.
-Herrafataverslunin Kingsman sem í myndunum er anddyri hinnar fjölbreyttu tækja- og vopnabirgðageymslu Kingsmanleyniþjónustunnar, er raunveruleg verslun sem heitir Huntsman. Hún er í húsi númer ellefu við
Saville Row í London, en það var einmitt uppi á þaki húss númer þrjú við þá götu sem Bítlarnir héldu
sína síðustu tónleika árið 1969. Verslunin hefur heldur betur notið góðs af kynningunni sem hún fékk í fyrstu myndinni enda er hún núna vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þess má geta að ástæðan fyrir því að Huntsman var notuð sem sviðsmynd er að þar keypti móðir leikstjórans, Matthews Vaughn, á hann hans fyrstu jakkaföt.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: