Nýtt í bíó – Hótel Transylvanía 2!

Teiknimyndin Hótel Transylvanía 2 verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 25. september í Smárabíói, Háskólabíói, Álfabakka, Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri í 2D og 3D.

hotel

Að þessu sinni virðist allt vera á réttri leið á hótelinu, sem var upphaflega bara fyrir skrímsli en tekur nú á móti mönnum líka. En Drakúla hefur þungar áhyggjur! Afastrákurinn hans, Dennis sem er hálfur maður og að hálfu vampíra, virðist ekki hafa nokkurn áhuga á vampírskum eiginleikum sínum. Drakúla og vinir hans reyna því að lokka fram skrímslið í honum og setja hann í skrímslaþjálfunarbúðir.

Pabbi Drakúla, sem er mjög íhaldssamur, birtist þá skyndilega á hótelinu og verður alls ekki glaður að sjá menn í gistingu þar – og hvað þá að Dennis virðist ætla að verða mennskur …

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Hér er á ferðinni framhald myndarinnar Hótel Transylvanía, sem sló óvænt í gegn árið 2012.

Myndin er með íslensku tali og í aðalhlutverkum eru Stefán Karl Stefánsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Salka Sól Eyfeld, Valdimar Örn Flygenring, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hjálmar Hjálmarsson, Gísli Rúnar Jónsson og Margrét Eir.

hótel