Kvikmyndavefsíðan Hey U Guys hefur birt nýjar myndir úr næstu mynd Ridley Scott, Prometheus, sem er að hluta til tekin upp á Íslandi. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni, en um er að ræða geimhrollvekju í anda Alien myndanna (enda söguþræðirnir tengdir eins og flestir kvikmyndanördar vita).
Söguþráðurinn er þannig að nýr leiðangur finnur vísbendingar um uppruna mannkyns á Jörðinni, sem leiðir ferðalangana í ferðalag til drungalegustu skúmaskota alheimsins. Þar verða þau að taka þátt í hrikalegum bardaga til að bjarga framtíð mannkynsins.
Myndirnar má sjá hér fyrir neðan, en þær eru afar flottar og gefa manni aðeins betri hugmynd um söguþráðinn. Smellið á myndirnar fyrir betri upplausn.
Áhugasamir geta einnig skoðað myndirnar hér fyrir neðan sem komu út fyrir um mánuði síðan.
Prometheus kemur í bíó 8.júní næstkomandi. Djöfull er ég spenntur!