Benedict Cumberbatsch og Gemma Arterton eru sögð í vefmiðlinum The Wrap, ætla að leika í nýju Monty Python myndinni, Absolutely Anything. Cumberbatch sem lék m.a. Sherlock Holmes í nýjum sjónvarpsþáttum BBC, er sagður í viðræðum um að taka þátt í myndinni, en leikstjóri verður Terry Jones, og handrit skrifa Jones og Gavin Scott. Arterton hefur þegar skrifað undir, en tökur eiga að hefjast í byrjun árs 2013.
Þessari mynd hefur verið lýst sem vísindafarsa, en með aðalhlutverk fara mennirnir úr Monty Python genginu Terry Jones, Terry Gilliam, Michael Palin og John Cleese, sem allir tala fyrir geimverur sem geta gefið mönnum krafta til að gera hvað sem er, sbr. titill myndarinnar.
Samkvæmt The Wrap þá fjallar myndin um kennara sem nýtur góðs af hjálp geimveranna. Hann uppgötvar að hann býr yfir þeim eiginleika að geta galdrað, og getur látið hluti gerast með því að sveifla höndunum ( eins og til dæmis að henda út óþægum nemendum úr kennslustund með einni handahreyfingu, og endurlífga fólk )
Hann lendir þó í fjölda óhappa og mistaka, á meðan hann er að læra að beita þessum nýjum kröftum.
Þetta verður fyrsta mynd Terry Jones síðan hann gerði The Wind in the Willows.
Arterton er m.a. þekkt fyrir að hafa leikið Bond stúlku í James Bond myndinni Quantum of Solace.