Sjálfskipuðu ofurhetjurnar í Kick-Ass 2 eru nú byrjaðar á fullu að minna okkur á að von sé á þeim í bíó. Um daginn sýndum við nýja stiklu úr myndinni og nú er komið að karakterplakötum ( character posters ).
Þarna má sjá karaktera eins og Night-Bitch ( Nætur – Tæfa ), Mother Russia og Black Death ( Svarti dauði ), ásamt nýju hliðarsjálfi Red Mist, The Mother F****r.
Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið: Eftir að hafa sýnt klikkað hugrekki sem sjálfskipaða ofurhetjan Kick – Ass, þá hrindir hann af stað nýrri bylgju sjálfskipaðra grímuklæddra ofurhetja. Þar er fremstur í flokki Stars and Stripes ofursti, og Kick-Ass gengur til liðs við þessar hetjur. Þegar hetjurnar verða fyrir árás Red Mist, sem er nú endurfæddur sem The Mother F….r, þá er það einungis hins hnífa- og sverðasveiflandi Hit Girl sem getur komið í veg fyrir algera útrýmingu þeirra. Síðast sáum við unga launmorðingjann Hit Girl og hina ungu sjálfskipuðu ofurhetju Kick-Ass þegar þau voru að reyna að lifa sínu lífi sem venjulegir unglingar, Mindy og Dave. Nú er útskrift úr skóla á næsta leiti og óvíst hvað tekur við. Dave ákveður að stofna heimsins fyrsta ofurhetjuteymi ásamt Mindy. Til allrar óhamingju þá er Mindy gripin glóðvolg í Hit Girl búningnum sínum við það reyna að stelast út að kvöldi til, og hún leggur því búninginn á hilluna og neyðist til að takast á við lífið í skólanum eins og hver önnur venjulegt stúlka. Nú hefur Dave engan til að vinna með, og ákveður því að slást í lið með Justice Forever, sem er hópur sem fyrrum mafíósinn Colonel Stars and Stripes stjórnar. Þegar hópurinn er loksins farinn að láta til sín taka úti á götum borgarinnar þá mætir heimsins fyrsta ofur – illmennið, The Mother F….r, á svæðið ásamt illvígu teymi sínu, en hann vill láta Kick-Ass og Hit Girl borga fyrir það sem þau gerðu föður hans. En það er eitt vandamál við þetta allt saman: þegar þú áreitir einn meðlim Justice Forever, þá ertu að áreita alla meðlimi hópsins.
Sjáðu karakter plakötin hér að neðan: