Í fyrradag tilkynnti Paramount kvikmyndafyrirtækið að nýja Leonardo Di Caprio og Martin Scorsese myndin The Wolf of Wall Street yrði frumsýnd á jóladag, og í gær var frumsýnd ný stikla úr myndinni.
Sagt er að myndin verði í lokaútgáfu sinni 165 mínútna löng, en á tímabili héldu menn að hún myndi slaga í fjóra tíma.
Myndin fjallar um Belford sem er verðbréfasali á Long Island sem fór í fangelsi í 20 mánuði fyrir að neita að vinna með rannsakendum í risastóru fjársvikamáli á tíunda áratug síðustu aldar þar sem rannsökuð var víðtæk spilling á Wall Street í New York og í fjárfestingabankaheiminum, auk þess sem mafíutengsl komu inn í myndina.
Aðrir leikarar eru m.a. Jonah Hill og Matthew McConaughey.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: