Ný stikla úr gamanmyndinni Afinn var frumsýnd fyrir stuttu. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk.
Myndin segir frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum. Í örvæntingu sinni í leit að lífsfyllingu og tilgangi liggur leið hans meðal annars til Spánar, í heimspekideild Háskóla Ísland og á Landspítalann.
Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson,Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson.
Afinn verður forsýnd í Sambíóunum Egilshöll þann 25. september og fer svo í almennar sýningar daginn eftir.
Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni.