Ný nálgun í útgáfu kvikmynda

Bíó Paradís gefur út kvikmynd í bíó og á VOD rásum samtímis í fyrsta sinn þann 8. apríl nk. en samkvæmt tilkynningu frá bíóinu er um að ræða „tiltölulega nýja nálgun í útgáfu kvikmynda, en umræða um nýjar aðferðir í útgáfu fór hátt þegar A Field in England í leikstjórn Ben Wheatley var gefin út samtímis í sjónvarpi, í bíó, á DVD og á VOD miðlum árið 2013 í Bretlandi,“ segir í tilkynningunni.

20150412030954

Síðan þá hafi margir gefið út myndir samtímis, en vinsælast sé að gefa myndir út samtímis á VOD rásum og í bíó.

Myndin sem Bíó Paradís gefur út með þessum hætti er ítalska verðlaunamyndin MIA MADRE, en eins og fyrr sagði verður hún sú fyrsta sem bíóið gefur út samtímis á báðum miðlum.

20150412031215

Mia Madre fjallar um kvenleikstýruna Margheritu sem er í miðjum tökum á mynd, þar sem hinn þekkti Ameríski leikari Barry Huggins fer með aðalhlutverkið, en sá er fyrirferðarmeiri en hún bjóst við. Utan við settið á hún við ýmsar áskoranir að stríða, veika móður og dóttur með unglingaveikina, en um er að ræða ljúfsára mynd þar sem húmorinn er aldrei langt undan.

poster