Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd Michael Amereyda var opinberuð í dag. Um er að ræða myndina Cymbeline sem er byggð á klassísku leikriti eftir William Shakespeare.
Cymbeline er eitt af minna þekktum verkum Shakespeare. Verkið þykir þó eitt af merkustu verkum skáldsins. Það inniheldur allt í senn; kynlíf, pólitík, ást og yfirnáttúrulegar furður.
Leikararnir Ed Harris, Ethan Hawke og Penn Badgley fara með hlutverk í myndinni ásamt leikkonunni Milla Jovovich. Ed Harris fer með hlutverk kóngsins Hapless og Penn Badgley fer með hlutverk munaðarleysingjans Posthumus. Drottningin sem Jovovich leikur er illgjörn og lævís karakter. Að lokum fer Ethan Hawke með hlutverk persónunnar Iachimo.
Cymbeline fer í almenningar sýningar vestanhafs í janúar á næsta ári. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.