Ný stikla er dottin á netið fyrir myndina Contraband, sem við íslendingar þekkjum best sem armerísku endurgerðina á Reykjavík Rotterdam. Leikstjóri er Baltasar Kormákur, og í helstu hlutverkum eru Mark Whalberg, Giovanni Ribsi, Kate Beckinsale, Ben Foster, J.K. Simmons og Caleb Landry Jones svo einhverjir séu nefndir. Eins og gefur að skilja mun plott myndarinnar ekki snúast um áfengissmygl frá Hollandi til Íslands – en grunnhugmyndin er sú sama. Myndin er væntanleg þar úti 13. janúar, og viku síðar hér á klakanum. Hér er stiklan:
Er ég sá eini sem fannst skrýtið að heyra tónlistina úr X-Men: First Class trailernum þarna?