Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Man Who Wasn't There
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The man who wasn´t there er að mínu mati ótrúlega góð og vel leikin mynd, söguþráðurinn kemur sífellt á óvart en fylgir ekki ákveðinni formúlu, það var oft þegar ég hélt að myndin væri að enda að eitthvað ótrúlegt gerðist sem hrinti af stað nýrri atburðarás. Persónusköpun var mjög skemmtileg og sérstaklega persóna Bily Bob Thornton, sem lék mjög rólegan rakara sem er ekki allur þar sem hann er séður. Það sem var samt flottast við þessa mynd var kvikmyndatakan en það að hafa myndina í svart-hvítu skapaði ákveðna stemningu sem passaði mjög vel við söguþráðinn. Þetta var frekar róleg mynd en samt ekki langdreginn af því það var svo gaman að horfa á persónurnar og myndatökuna, það var eitthvað mjög sérstakt við þessa mynd og ég mæli með henni fyrir alla sem eru leiðir á þessum dæmigerðu formúlumyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Iris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vildi bara segja að mér fannst þetta mjög góð mynd mjög áhugaverð og átakanleg saga um konu sem sem glímir við erfiðan sjúkdóm. Þetta átti ekki að vera nákvæm ævisaga konunnar heldur saga um hvernig hún barðist við sjúkdómin og þess vegna fannst mér ekki vanta nein atriði á milli. Það var nóg að sýna Iris og John ung og svo aftur gömul, það virkaði eins og eins konar samanburður og sýndi líka að fólk sem fær þennan sjúkdóm var einu sinni ungt venjulegt fólk eins og flestir aðrir, en það vill oft gleymast. ég vil bara mæla með þessari mynd hún opnaði augu mín betur fyrir þessum sjúkdóm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei