Gagnrýni eftir:
Queen of the Damned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Queen of the Damned er eiginlega framhald myndarinnar Interview with the vampire svo að ég held að það myndi ekki saka að vera búin að sjá hana þó að það skipti nú ekki miklu máli. Annars er þessi mynd afar spennandi og inniheldur hún góða rokk tónlist. Söguþráðurinn er ágætur, hún Jesse Reeves (Marguerite Moreau) verður forvitin um vampírur og eftir að hún fréttir að þær halda sig í borginni. Hún kemur höndum yfir dagbók einnar vampírunnar Lestat (Stuart Townsend) og verður því æ meir forvitnari. Akasha drottning (Aaliyah) vill að Lestat verði kóngur sinn og þegar Jesse kemst að því gerir hún allt til að koma í veg fyrir það, því það er ekki af hinu góða.
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þessi mynd mjög fyndin og skemmtileg. Mér finnst Rob Perez bara hafa tekist ágætlega vel með þessi skrif. Það er spennandi að fylgjast með í gegnum myndina hvort Matt Sullivan (Josh Hartnett) takist að vera án kynlífs í 40 daga og 40 nætur því það er ekki auðvelt, og lendir hann i mörgum aðstæðum þar sem freistandi er að rjúfa þetta heiti. Ryan (Paulo Costanzo) vinur Matts á það til að klúðra sumu fyrir Matt sem gerir mikið grín í myndinni. Síðan kynnist Matt henni Ericu (Shannyn Sossamon) og er rómantík í kringum það. Myndin er þvi í bakhluta örlítið spennandi með smá rómantík og fullt af gríni. Persónulega fannst mér þessi mynd frábær og held að hún henti jafnt stelpum sem strákum.