Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Christopher Nolan er snillingur(Warnig, Spoiler).
Vá nú er ég búin að sjá 3 myndir(Batman Begins, Dark Knight og the Prestige) eftir Christopher Nolan og vá hvað þær eru góðar. En varðandi The Prestige þá var hún með æðislegan söguþráð. Tvemur galdramönnum(Robert Angier og Alfred Borden) sem voru vinir og verða óvinir eftir að kona annars þeirra deyr í áhættusömu galdrabragði sem fal í sér að láta hana oní kar fullt af vatni með bundið fyriir hendur og fætur og ná að losa sig og komast upp úr á no time, og það var Borden sem batt á hana hnútana og eftir það kennir Angier honum um dauða hennar.

Eðal leikara val í þessari mynd, Christian Bale er frábær leikari sem er búin að gera það mjög gott. Hugh Jackman(sem er ný kominn með bílpróf:P) stóð sig frábærlega, einn vinur minn kallar hann ýktan leikara sem ég skil ekki alveg. Svo er það Scarlett Johannson sem ég hef ekki séð svo margar myndir með því miður en þær sem ég hef sé var hún góð í eins og American Rhapsody. Svo var ég bara vá þegar ég sá David Bowie sem var svo svalur í The Prestige.

Brellunar voru mjög góðar í myndinni, manni fannst bara eins og það væri verið að gera töfrabrögðin í alvörinni í henni.

Þessi mynd hefur æðislegt plott sem bara slær mann í framan í enda myndarinar, allavega þá sem eru ekki góðir í að fatta plott snemma, sem á við með mig. Christopher Nolan er snillingur, þannig er það bara, ég hef heyrt að hann eigi ekki að leikstýra næstu Batman mynd en ætla að vona að hann gerir það.

Annars með The Prestige bara æðislega góð mynd með flottu plotti, söguþráð og öllu heila klabbinu.

10 stjörnur af 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Good Year
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góður boðskapur
Fínasta mynd um ríkan mann sem lærir að meta aðra eftir að hann erfir Vínekru og glæsivillu frænda síns í frakklandi og þarf að koma öllu í gang aftur og í því prosessi verður hann ástfanginn.

Mjög skemmtileg mynd að mínu mati, góður söguþráður með góðum boðskap og mjög góður húmor. Leikarar stóðu sig vel þótt það hafi verið skrítið að sjá Russel Crowe í svona hlutverki þar sem hann er vanalega að leika rosa svala harðjaxla. Líka óvænt að sjá Ridley Scott gera svona mynd þar sem hann hefur gert allt öðruvísi myndir yfir tíðinar, gott dæmi má taka með Alien myndinar.

Þetta er mjög góð mynd fyrir ríka fólkið til að sjá, semsagt ríka fólkið sem gefur skít í aðra.

Annars mjög vel heppnuð mynd frá ólíklegustu mönnum til að gera svona mynd.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Order of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hraði Potter
Ókei söguþráðurinn make-aði alveg sens en það sem var að honum var að hann gerðist allt of hratt, farið allt of hratt yfir hluti að svo maður náði ekki að melta þá áður en næsta atriði kom. Ég skil vel afhverju hún var þannig, vegna bókin var svo löng, en samt held ég að það hefði verið hægt að gera betur. Ég meina mynd eftir lengstu Harry Potter bókini er styðst allra myndana, hversu fáránlegt er það.

Leikararnir stóðu sig samt með prýði og ekkert vandamál með það, Gary Oldman var auðvitað flottur sem Sirius Black en mér finnt að hann hefði mátt vera meira í myndinni. Daniel Radcliffe hefur leikið Harry Potter bara mjög vel bara frá fyrstu myndinni og aðrir leikarar stóðu sig mjög vel. Heyrðu já Ralph Fienes sem Voldemort, ég held að enginn geti toppað það.

Allt er vel tölvugert í þessari mynd og flottar brellur og allt sérstaklega þar sem persónunar voru að fljúga á kústunum yfir London.

Semsagt þessi mynd er vel gerð, vel leikinn en söguþráðurinn gerist bara alltof hratt og það vantar svo mikið að maður er bara WTF.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei