1001 Gram
2014
(1001 Grams)
Frumsýnd: 20. febrúar 2015
93 MÍNNorska
82% Critics 65
/100 Myndin var framlag Norðmanna til Óskarsverðlaunanna þetta árið.
Þegar norski vísindamaðurinn Marie mætir á ráðstefnu í París um það hvað kíló vegur í raun og veru, þá enda hennar eigin vonbrigði, sorg og ást, á vogarskálunum. Er kílóið rétt mælt? Nánar tiltekið, eru öll kílóin rétt mæld? Fyrir Maríu og Ernst föður hennar snýst þetta ekki bara um að stilla baðvigtina – í þessum spurningum krystallast... Lesa meira
Þegar norski vísindamaðurinn Marie mætir á ráðstefnu í París um það hvað kíló vegur í raun og veru, þá enda hennar eigin vonbrigði, sorg og ást, á vogarskálunum. Er kílóið rétt mælt? Nánar tiltekið, eru öll kílóin rétt mæld? Fyrir Maríu og Ernst föður hennar snýst þetta ekki bara um að stilla baðvigtina – í þessum spurningum krystallast allar tilvistarspurningar mannkynssögunnar. María er nefnilega á leið til Parísar á árlegan fund kílófræðinga – og hún mun hafa norska kílóið meðferðis. Þar verða öll kíló heimsins vegin eftir kúnstarinnar reglum – en María finnur að það er erfiðara að mæla hversu þung sorgin er sem fylgir föðurmissi og erfiðum skilnaði. En getur verið að franskur vísindamaður sem rannsakar staðbundin hreim í fuglatísti geti hjálpað henni við þá mælingu?... minna