Náðu í appið
Plakat vantar
Öllum leyfð

Laddinn 2014

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Fjórir áratugir af gríni á fjórum diskum

430 MÍNÍslenska

Safn úrvalsefnis úr gullkistu RÚV þar sem Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og við köllum hann oftast, fer á kostum eins og honum einum er lagið. Á fyrsta diskinum er ljósi varpað á fjölbreytileika Ladda. Gamlir vinir og félagar eru teknir tali og því velt upp hvað það er sem gerir Ladda svona sérstakan og hvers vegna hann hefur átt þennan fágæta samhljóm... Lesa meira

Safn úrvalsefnis úr gullkistu RÚV þar sem Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og við köllum hann oftast, fer á kostum eins og honum einum er lagið. Á fyrsta diskinum er ljósi varpað á fjölbreytileika Ladda. Gamlir vinir og félagar eru teknir tali og því velt upp hvað það er sem gerir Ladda svona sérstakan og hvers vegna hann hefur átt þennan fágæta samhljóm með þjóðinni í öll þessi ár. Á diski tvö er að finna samantekt á gríni Ladda í gegnum árin hjá Sjónvarpinu og annar staðar, t.d. á sýningum hans á Hótel Sögu. Hér nýtur fjölbreytt persónugallerí Ladda sín til fulls í hverju snilldaratriðinu á fætur öðru. Diskur þrjú inniheldur hluta þess barnaefnis sem Laddi hefur framreitt í Sjónvarpinu, m.a. hans fyrstu skref í gríninu þar sem hann talaði t.d. fyrir Binna bankastjóra. Diskur fjögur inniheldur síðan tónlist Ladda og tónlistarmyndbönd í gegnum árin.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn