Náðu í appið
Whiplash

Whiplash (2014)

"Feilnótur ekki leyfðar!"

1 klst 47 mín2014

Ungur og hæfileikaríkur trommuleikari fer í virtan tónlistarskóla þar sem hann nemur undir stjórn virtasta kennara í skólanum, sem gerir í því að móðga og niðurlægja nemendur.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic89
Deila:
Whiplash - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:FordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Ungur og hæfileikaríkur trommuleikari fer í virtan tónlistarskóla þar sem hann nemur undir stjórn virtasta kennara í skólanum, sem gerir í því að móðga og niðurlægja nemendur. Þeir tengjast böndum þó ólíkir séu, og nemandinn reynir að ná stórkostlegum árangri, en kennarinn reynir að stöðva hann. Kvikmyndin Whiplash tekst á við klisjuna um tónlistarundrið þar sem snillingurinn þarf að takast á við innri djöfla. Sannleikurinn er nefnilega sá að á bak við frægustu tónlistarmenn sögunnar liggja heilu árin af þrotlausum æfingum og seiglu. Whiplash segir frá djasstrommuleikaranum Andrew. Hann vill verða einn af þeim bestu í sínu fagi og til þess að svo geti orðið þarf hann að leggja hart að sér. Andrew kemst í hljómsveit hjá frægum stjórnanda, leiknum af J.K. Simmons. Sá er alræmdur fyrir að getað endað feril ungra tónlistarmanna áður en hann hefst. Hann reynist í ofanálagi hryllilegur skaphundur, og er raunar lýst sem listrænum tvíbura liðsforingjans í Full Metal Jacket, í gagnrýni kvikmyndablaðsins Variety. Barátta Andrews verður svo töluvert flóknari þegar hann þarf að takast á við ástina og metnaðarfulla tónlistarkeppni á sama tíma – en umfram allt, sig sjálfan. Í myndinni má finna frábæra djasstónlist auk þess sem leikararnir fara á kostum í túlkunum sínum á margbrotnum manneskjum í hörðum heimi tónlistarinnar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Bold FilmsUS
Blumhouse ProductionsUS
Right of Way FilmsUS

Verðlaun

🏆

Vann 3 Óskara. J. K. Simmons fyrir leik í aukahlutverki, klipping og hljóðvinnsla. Tilnefnd til Queer Palm í Cannes. Vann áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Sundance og Grand Jury Prize á sömu hátíð. J.K. Simmons hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir