Jodorowsky's Dune
2013
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 16. júní 2014
The greatest science fiction movie never made
90 MÍNEnska
98% Critics 79
/100 Sérstök "tribute" sýning tileinkuð stórmeistaranum H.R. Giger, sem lést fyrr á þessu ári og spilar mikinn þátt í þessari dúndurskemmtilegu heimildarmynd um eina mögnuðustu stórmynd allra tíma... sem aldrei fékk að líta dagsins ljós, og snargeðveika snillinginn á bakvið hana. Alejandro Jodorowsky er mörgum kvikmyndanjörðum kunnugur og ber helst að nefna... Lesa meira
Sérstök "tribute" sýning tileinkuð stórmeistaranum H.R. Giger, sem lést fyrr á þessu ári og spilar mikinn þátt í þessari dúndurskemmtilegu heimildarmynd um eina mögnuðustu stórmynd allra tíma... sem aldrei fékk að líta dagsins ljós, og snargeðveika snillinginn á bakvið hana. Alejandro Jodorowsky er mörgum kvikmyndanjörðum kunnugur og ber helst að nefna hinar stórmerkilegu El Topo og The Holy Mountain, sem báðar hafa gert honum að umtalaðri goðsögn. Jodorowsky's Dune rekur söguna af því þegar honum var gefið fullt frelsi til að tækla sína fyrstu stórmynd, og fékk með sér vægast sagt skothelt lið skapandi krafta (m.a. Giger, Dan O'Bannon (handritshöfundur Alien), Jean 'Moebius' Girard, David Carradine, David Bowie, Pink Floyd o.fl.). Einnig er rætt við menn á borð við Nicholas Winding Refn, Drew "Moriarty" McWeeny, Devin Faraci, Gary Kurtz og fleiri. Ef þú ert mikið í kvikmyndum og kvikmyndagerð er þessi mynd tvímælalaust skylduáhorf, og e.t.v. skemmtilegri ef maður hefur ekki hugmynd um hver Alejandro Jodorowsky er eða hvað gerðist í kringum þessa ofurútpældu sci-fi epík hans sem aldrei var gerð. Hvað hefði ræst þarna úr geiranum ef þessi mega-metnaðarfulla en (hvað skal segja...?) 'frjálsa' aðlögun á hinni virtu skáldsögu Dune e. Frank Herbert yrði sú fyrsta í mark, en ekki Star Wars? Hvernig tókst einum furðulegum listamanni að marka endalaust spor sín í kvikmyndasögunni með einu óséðu "meistaraverki?" Þessu og milljón öðru er svarað í vel skipulagðri, þýðingarmikilli og brjálað skemmtilegri heimildarmynd, og mest allt hefur með það að gera hversu athyglisverður og einstakur Jodorowsky er og hve stórir draumar hans voru. Með óstöðvandi metnað, listrænt auga og sannfæringarkrafta, allt jaðandi við klikkun, en myndin segir sjálf að meistarastykkin verða aldrei öðruvísi til.... minna