Laddi lengir lífið
2014
Fannst ekki á veitum á Íslandi
180 MÍNÍslenska
Það er óhætt að segja að þjóðinni gefist hér einstakt tækifæri til að kynnast, betur en nokkurn tíma áður, dáðasta skemmtikrafti þjóðarinnar, manninum á bak við gervin, grínið og grímurnar. Í sýningunni bregður Laddi sér að sjálfsögðu í ýmis þau gervi sem hann er þekktur fyrir en þess utan er hann bara hann sjálfur og gerir... Lesa meira
Það er óhætt að segja að þjóðinni gefist hér einstakt tækifæri til að kynnast, betur en nokkurn tíma áður, dáðasta skemmtikrafti þjóðarinnar, manninum á bak við gervin, grínið og grímurnar. Í sýningunni bregður Laddi sér að sjálfsögðu í ýmis þau gervi sem hann er þekktur fyrir en þess utan er hann bara hann sjálfur og gerir ýmislegt opinbert sem hann hefur hingað til þagað yfir, ljóstrar upp iðnaðarleyndarmálum en kitlar hláturtaugarnar í leiðinni eins og honum einum er lagið. Hér ræðir hann t.d. um sambandið við persónurnar sem hann hefur skapað og að lokum mesta leyndardóminn, það er að segja: Hver er Laddi og hvað gerir hann ef hann hefur ekki eitthvert gervi til að fela sig á bak við? Á bak við Ladda í sýningunni standa engir aukvisar, Karl Ágúst Úlfsson sem annaðist skrifin, og Sigurður Sigurjónsson sem leikstýrði sýningunni.... minna