Fading Gigolo
2013
Frumsýnd: 29. ágúst 2014
The oldest profession just got older.
90 MÍNEnska
Myndin fjallar í grunninn um tvo vini sem ákveða að græða pening á því að selja annan þeirra til vændis. Eini gallinn er sá að persóna Turturro er miðaldra óöruggur einstaklingur. Með söluhæfileikum persónu Allen nær hann að selja vin sinn til glæsikvenna
Turturro leikur hér hinn lítilláta og tiltölulega hlédræga
blómasala Fioravante í New York.... Lesa meira
Myndin fjallar í grunninn um tvo vini sem ákveða að græða pening á því að selja annan þeirra til vændis. Eini gallinn er sá að persóna Turturro er miðaldra óöruggur einstaklingur. Með söluhæfileikum persónu Allen nær hann að selja vin sinn til glæsikvenna
Turturro leikur hér hinn lítilláta og tiltölulega hlédræga
blómasala Fioravante í New York. Dag einn kemur til hans
góður vinur hans, hinn síblanki Murray, og segir honum
að hann hafi hitt konu sem er tilbúin að greiða þúsund
dollara fyrir nótt með manni sem er fær um að uppfylla
kynlífsdrauma hennar. Og Murray, sem bráðvantar peninginn,
ákveður að biðja Fioravante um að taka að sér verkefnið, fullviss um
að hann valdi því auðveldlega. Sjálfur er Fiorvante efins um að hann sé rétti
maðurinn til að sinna konunni en ákveður að lokum að láta á það reyna,
aðallega samt til að hjálpa Murray að rétta úr kútnum fjárhagslega.
Í ljós kemur að Fioravante leynir heldur betur á sér í rekkjubrögðunum og
reynist hinn fullkomni elskhugi. Það opnar um leið möguleika Murrays á að
búa sér til meiri pening og drífur hann til að afla þeim félögum frekari viðskipta
á sama sviði. Það reynist tiltölulega auðvelt og vindur fljótt upp á sig.
Málin byrja hins vegar að vandast þegar Fioravante verður ástfanginn af
einum viðskiptavininum, hinni einmana ekkju Avigal ...... minna